Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna gengur vel

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku. Umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðuna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála […]

Notendum frístundastyrks fjölgar milli ára

Farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023 á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Um 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eiga rétt á frístundastyrk. Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er […]

Styrkja kvennaathvarf

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni sem leið tvær styrkumsóknir borist höfðu. Önnur þeirra var frá Samtökum um kvennaathvarf sem óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árin 2023 og 2024. Ráðið samþykkti 160.000 kr styrk. Einnig var tekin fyrir styrkumsókn frá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Í afgreiðslu ráðsins segir […]

Hafa áhyggjur af þjónustu Vinnumálastofnunar til flóttafólks í Vestmannaeyjum

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Fram koma að viðræður ganga yfir milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hafa verið með samning sem tekur til þjónustu vegna samræmdrar móttöku flóttafólks þmt Vestmannaeyjabæ. Óánægja hefur verið með núverandi samning og er verið að leita lausna til að framlengja hann. Helst […]

Almenn ánægja með Kjarnann

Ingibjörg Sigurjónsdóttir forstöðumaður Kjarnans kynnti á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði starfsemi Kjarnans og fór yfir hvernig til hefur tekist með flutning á nýjan stað. Fram kom í málæi hennar að í þjónustukjarnanum búa sjö íbúar og fá þeir þjónustu eftir þörfum til að geta búið í sjálfstæðri búsetu. Í Kjarnanum er einnig […]

Tafir á uppbyggingu leikvalla

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni sem leið á meðal þess sem var til umræðu voru leikvellir. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu umbóta og uppbyggingu á leikvöllum á fyrirfram gefnum svæðum sem skilgreind eru sem leikvellir, opin svæði og leikvellir við stofnanir. Unnið er eftir áætlun sem kynnt var í ráðinu 21. apríl […]

Vestmannaeyjabær styrkir Stígamót

Fyrir fundi fjölskyldu og tómstundaráðs lá beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024. Í niðurstöðu um málið kemur fram að Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að verða við ósk stígamótua um styrktarframlag frá Vestmannaeyjabæ upp á 100.000 kr. (meira…)

Breytt barnavernd yfir kostnaðaráætlun

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór, á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs, yfir stöðu barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Þjónustan er í breyttu formi í kjölfar breyttra Barnaverndarlaga. Breytingarnar hafa reynst vel en þeim fylgir þó aukinn kostnaður fyrir sveitarfélög og þar með talið Vestmannaeyjabæ. Með tilkomu Umdæmisráða í barnavernd verður meiri umfang í kring um hvert og eitt mál […]

Vestmannaeyjabær tekur þátt í verkefni um Heilsueflandi samfélag

IMG 20201101 121245

Kynning á Heilsueflandi samfélagi fór fram á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku en meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Ráðið þakkaði í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og færir eftirfarandi til bókar. “Samfélagið í Vestmanneyjum ber sterk merki […]

Öldungaráð samþykkir framtíðarsýn í öldrunarmálum

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni sem leið þar lá fyrir fundargerð öldungaráðs Vestmannaeyjabæjar. Í fundargerð öldungarráðs frá 24. mars sl. kemur fram að öldungaráðið hefur fengið kynningu á drögum að framtíðarsýn og stefnu í öldrunarmálum og samþykkir hana fyrir sitt leiti. Öldungarráð leggur til að drögin verði kynnt á opnum fundi fyrir eldri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.