Ný loðnuveiðiráðgjöf hækkar um 57.300 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022/23 verði ekki meiri en 275 705 tonn, sem þýðir 57 300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 […]
Töluvert sést af loðnu

Á mánudaginn héldu rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson af stað í loðnumælingarleiðangur. Þrjú loðnuskip taka einnig þátt í mælingunum, Jóna Eðvalds SF og Ásgrímur Halldórsson SF frá Skinney-Þinganes og Heimaey VE frá Ísfélagi Vestmannaeyja. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir leiðangurinn ganga vel. Töluvert hafi sést af loðnu, bæði […]
Loðnukönnun í samstarfi við útgerðir

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í gær til loðnukönnunar. Könnunin er í samstarfi við útgerðir uppsjávarveiðiskipa sem greiða fyrir þann aukakostnað Hafrannsóknastofnunar sem af henni hlýst. Markmiðið er að safna upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins austan og norðan við land. Slíkar upplýsingar hjálpa til að ákveða, hvenær það sé líklegast til árangurs að fara […]
Farin í 10 daga loðnuleit

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga eftir hádegi mánudaginn 5. desember. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 daga. Veiðiskip munu jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýtir fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af […]
Hámarksafli íslenskra skipa 139.205 tonn

Hámarksafli íslenskra skipa á loðnuvertíðinni framundan er 139.205 tonn, en þar af eru 7.378 dregin frá til atvinnu- og byggðaráðstafana, þannig að úthlutun ársins er 131.827 tonn. Þetta kemur fram í reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa sem matvælaráðuneytið birti í lok október. Sem fyrr er úthlutunin byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem lagði til að loðnuafli ársins verði ekki meiri […]
Breki VE sigldi 3.300 sjómílur þvers og kruss í haustralli Hafró

Breki VE lagði úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag áleiðis til Vestmannaeyja að afloknu haustralli Hafrannsóknastofnunar sem leigði skipið í verkefnið annað árið í röð. Veiðarfærum var skilað í land í Hafnarfirði og flestum í áhöfninni reyndar líka til að þeir kæmust á árshátíð VSV í kvöld. Fjórir urðu eftir um borð til að sigla Breka […]
Breki VE tekur þátt í stofnmælingu botnfiska að haustlagi

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar HF-200 taka tveir togarar þátt í verkefninu; Breki VE-61 og Múlaberg SI-22. Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og rs. Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrnbanka til þorskmerkinga. Verkefnið sem er einnig […]
Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]
Rusl á sjávarbotni

Fimmtudaginn 22. september kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Petrún Sigurðardóttir flytur erindið: Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019. Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá […]
Norsk-íslensk síld og Austurdjúpið rannsakað í 28. sinn

Miðvikudaginn 4. maí síðastliðinn hélt rs. Árni Friðriksson af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Einnig er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hita- og seltustig og magn átustofna metið. Því til viðbótar eru […]