Hákon Daði framlengir hjá Hagen

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í gærkvöldi á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Greint er frá þessu á vefnum handbolti.is. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir út leiktíðina. Hákon Daði sagði við handbolta.is í byrjun mars að […]

Hákon Daði færir sig til Eintracht Hagen

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson samdi í dag við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen sem leikur í næst efst deild. Keppni í 2. deild hófst í kvöld en Hagen á leik á morgun á heimavelli gegn Bietigheim. Standa jafnvel vonir til þess að Hákon Daði verði í liðinu strax í fyrsta leik. Hann staðfesti vistaskiptin við handbolti.is […]

Elliði Snær og Hákon Daði í lokahóp fyrir HM

Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son til­kynnti í dag hóp­inn sem tek­ur þátt í lokaund­ir­bún­ingn­um fyr­ir heims­meist­ara­mót karla í hand­knatt­leik sem hefst í Svíþjóð og Póllandi 11. janú­ar. Tveir Eyjamenn eru í hópnum er þar má finna þá Elliða Snæ og Hákon Daða sem báðir leika með Gum­mers­bach. Guðmundur valdi 19 manna hóp sem hef­ur æf­ing­ar fyr­ir mótið […]

Hákon Daði með slitið krossband

Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður hjá Vfl Gummersbach í Þýskalandi sleit krossband í hné á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Leikhléið sem kom út í gærkvöld og handbolti.is greindi frá. Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, er einn umsjónarmanna þáttarins og staðfesti hann þessar fregnir af bróður sínum. „Læknirinn sagði að það […]

Hákon Daði til Vfl Gummersbach

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar þar hittir hann einnig fyrir Elliða Snæ Viðarsson. Gummersbach greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Wir freuen uns sehr euch mit Hákon Daði Styrmisson unseren nächsten Neuzugang für die Saison 2021/22 vorstellen zu… Posted […]

Hákon Daði í úrvalsliði EHF – myndband

Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir leik sinn með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen í síðustu viku. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag ásamt myndskeiðinu sem er hér að neðan. Þar er Hákon ekki í amalegum félagsskap en meðal […]

Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]

Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]

X