Ekki þarf að segja upp starfsmönnum hjúkrunarheimila

Ekki þarf að segja upp öllum starfsmönnum hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum við yfirtöku ríkisins á þjónustunni. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir í samtali við ruv.is að heilbrigðisráðuneytið hafi fallist á að starfsmennirnir haldi réttindum sínum. Taka við öllum nema framkvæmdastjórunum „Við sem sagt áttum fund í gær; Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær með heilbrigðisráðuneytinu og þar var […]
Ómetanlegir bakhjarlar

“Við eigum hollvinasamtökum Hraunbúða mikið að þakka en þau eru okkur ómetanlegir bakhjarlar,” á þessum orðum hefst frétt á vef Vestmannaeyjabæjar sem skrifuð er í nafni starfsfólks Hraunbúða. En samtökin í samstarfi við Hafdísi Kristjáns bjóða upp á jógatíma einu sinni í viku á Hraunbúðum. Þau hafa einnig komið að krafti inn í félagsstarfið og […]
Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri: Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því […]
Hafna skilningi heilbrigðisráðuneytisins

Bæjarráð ræddi stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fundi sínum í gær. Samkvæmt fundi með heilbrigðisráðuneytinu og bréfi dags. 3. mars sl., sem Vestmannaeyjabær svaraði þann 5. mars sl., og bréfi heilbrigðisráðuneytisins dags. 10. mars sl., ber Vestmannaeyjabæ að segja upp öllu starfsfólki Hraunbúða áður en til yfirfærslunnar kemur og vísar ráðuneytið […]
Athugasemd við yfirlýsingu tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili

Bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar sendu í dag frá sér yfirlýsingu varðandi rekstur hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum. Í tilkynningunni koma fram rangfærslur sem heilbrigðisráðuneytið leiðréttir hér með. Eins og komið hefur fram í tilkynningum frá ráðuneytinu sögðu þessi sveitarfélög upp samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur hjúkrunarheimila og var í kjölfarið ákveðið að heilbrigðisstofnanir í […]
Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjögur sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að greiða mörg hundruð milljóna króna með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila, starfsemi sem er á ábyrgð ríkisins að fjármagna. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Umrædd sveitarfélög eru öll með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- […]
HSU tekur við rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og lögmaður áttu með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og forstjóra Sjúkratrygginga á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinum var fulltrúum Vestmannaeyjabæjar tilkynnt að HSU myndi taka við rekstri Hraunbúða 1. apríl. Bæjarstjóri mun óska eftir að eiga fund með forstjóra HSU í dag fimmtudag, til að ræða framhaldið. Bæjarráð ræddi […]
Leita til lögmanns í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða til ríkisins. Í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar og leiðbeiningar um yfirfrærsluna frá Sjúkratryggingum Íslands, ákvað bæjarráð að verða við tillögu bæjarstjóra á síðasta fundi sínum, […]
Bólusetningar hafnar hjá starfsfólki Hraunbúða

Það var stór dagur í gær þegar fyrstu starfsmennirnir á Hraunbúðum fengu bólusetningu gegn Covid 19. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Fyrst til að þiggja sprautu var hún Dóra Kolbeinsdóttir starfsmaður í aðhlynningu. Hún var full tilhlökkunar yfir tilefninu. Á eftir fékk hún kokteil og gat loks látið sig dreyma um sól og […]
Enginn áhugi á rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarráðs í gær um fund sem hún og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar áttu með þingmönnum í Suðurkjördæmi mánudaginn 15. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir stöðu yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimila sveitarfélaganna tveggja til ríkisins og skort á upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Jafnframt óskaðu bæjarstjórarnir eftir því við þingmennina að […]