Íbúafundur í dag

Í dag 10.apríl fer fram íbúafundur um málefni Herjólfs ohf kl. 17:30 í Akóges. Dagskrá: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)

Íbúafundur um samgöngur í kvöld

Herjólfur Básasker

Samgöngur við Eyjar verða til umræðu á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Það þótti nokkuð broslegt þegar fundinum, sem fram átti að fara í janúar, var frestað vegna ófullnægjandi samgangna. Á fundinum taka til máls Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Í lok fundar fara svo […]

Samgöngufundi frestað vegna samgangna

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Samgöngur milli lands og Eyja voru með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið […]

Íbúafundur um breytingu á sorpflokkun

Kubbur Sorp

Íbúafundur verður haldinn í ráðhúsinu 21. nóvember milli klukkan 17:30 – 19:00. Boðað er til íbúafundar vegna nýju hringrásalaganna og breytingu á sorpflokkun við heimili. Dagskrá fundarins: – Samband íslenskra sveitarfélaga, Hugrún Geirsdóttir og Flosi Hrafn Sigurðsson – Vestmannaeyjabær, Brynjar Ólafsson – Opin umræða Vestmannaeyjabær hvetur íbúa til að fjölmenna á fundinn (meira…)

Vestmannaeyjar skora hæst

Vestmannaeyjar skora hæst meðal 20 stærstu sveitarfélaga á Íslandi þegar spurt er um ánægju íbúa með sveitarfélagið sitt sem stað til að búa. Þetta var kynnt rétt í þessu á íbúafundi sem fram fer í Eldheimum. Einnig var til umræðu staða rafmagnsmála í Vestmannaeyjum. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu […]

Íbúafundur í Eldheimum

Íbúafundur fer fram í Eldheimum í dag 21. febrúar kl. 17:00 – 18:45. Það sem er á dagskrá er kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup og staða rafmagnsmála í Vestmannaeyjum; varaafl, viðgerð á streng og tímaramma á lagningu á nýjum streng. Á fundinum verða fulltrúar frá Landsneti og HS- Veitum. Vestmannaeyjabær hvetur í tilkynningu íbúa til […]

Íbúafundur um þjónustukönnun og raforkuafhendingu

Þjónustukönnun Gallup var til umræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Bæjarstjóri greindi frá helstu niðurstöðum könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2022. Markmiðið með könnuninni er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og bera saman niðurstöður milli sveitarfélaga, en jafnframt að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Til stendur að boða til […]