Rútuferðir á final four
ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun. Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 15. mars kl.20:15 Planið er eftirfarandi: Herjólfur kl.17:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Laugardalshöll á leikinn, sem hefst kl.20:15, að […]
Gauti Gunnarson til ÍBV

Gauti Gunnarsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV og mun því leika með uppeldisfélagi sínu á næstu leiktíð. Gauti er örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá KA. Þetta var kynnt með skemmtilegu myndbandi á facebooksíðu ÍBV sem má sjá hér að neðan. (meira…)
Mæta Haukastúlkum á útivelli
ÍBV stelpurnar mæta Haukum á útivelli í dag í 19. umferð Olís-deildarinnar. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar með 30 stig en Haukastúlkur sitja í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur á Haukar-TV á youtube. (meira…)
Siggi fær tveggja leikja bann

Nú liggur fyrr úrskurður í máli aganefndar HSÍ í máli er varðar útilokun sem Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hlaut með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 25. febrúar 2023. Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 […]
Sísí Lára hætt

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna frægu. Hún greindi frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Tilkynninguna má lesa hér að neðan: ÉG hef tekið þà erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Eftir ráðleggingar frá lækni finn ég að það er kominn tími til að […]
Annað sætið undir í Kapplakrika
Karlalið ÍBV leggur land undir fót í dag og mætir FH í Kapplakrika. Liðin eru í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar en ÍBV er tveimur stigum á eftir FH og á 2 leiki til góða. ÍBV getur því með sigri komið sér í góða stöðu á loka sprettinum. Frestuðu leikirnir tveir sem ÍBV á inni […]
Arnór Viðarsson framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Arnór Viðarsson um framlengingu á samningi hans við félagið. Arnór er kraftmikil skytta sem hefur vaxið gífurlega í sínum leik undanfarin ár. Hann er tvítugur en hefur mikla reynslu í Olís deildinni miðað við aldur. Arnór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og leikur nú með U-21 árs landsliðinu og […]
Magnús Stefánsson tekur við karlaliðinu

Magnús Stefánsson tekur við sem aðalþjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta í sumar. Magnús hefur verið Erlingi til halds og traust í vetur en Erlingur ætlar að láta staðar numið við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Yfrlýsingu ÍBV má lesa hér að neðan. Handknattleiksdeild ÍBV hefur ráðið Magnús Stefánsson í starf aðalþjálfari meistaraflokks karla til næstu […]
ÍBV fyrsta kvennaliðið til að fá Drago styttuna

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV fékk Drago styttuna að launum fyrir að vera það lið í Bestu deild kvenna sem sýndi mesta háttvísi á leiktímabilinu 2022. Til að reikna út hver hlýtur Drago styttuna eru gul og rauð spjöld hvers lið lögð saman og það lið sem hefur hlotið fæst spjöld vinnur styttuna. Stytta er veitt […]
Strákarnir komnir í 3. sæti
ÍBV hafði sætaskipti við Aftureldingu í Olísdeild karla með sigri í leik liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum, 32:26, í 17. umferð deildarinar. ÍBV fór upp í þriðja sæti með 20 stig og er aðeins stigi á eftir FH auk þess að eiga leik til góða. ÍBV var með yfirhöndina frá upphafi til enda í dag. […]