Erlingur hættir eftir tímabilið

Erlingur Richardsson mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings. Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja […]
Þóra Björg með U19 til Portúgal
Þóra Björg Stefánsdóttir hefur verið valin í 20 manna hóp íslenska U19 ára landsliðsins sem heldur út til Portúgal á æfingamót þann 15. – 21. febrúar. Í leikmannahópnum eru margir öflugir leikmenn sem hafa leikið í efstu deild og verður gaman að fylgjast með liðinu etja kappi við Portúgal, Pólland og Wales. Þóra hefur leikið […]
Eiður Aron íþróttamaður Vestmannaeyja 2022
Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2022. Íþróttafólk æskunnar voru valin fyrir yngri hóp Birna María Unnarsdóttir og í hópi þeirra eldri var það Elmar Erlingsson. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: Fimleikafélagið Rán: Tinna Mjöll Frostadóttir Golfklúbbur Vestmannaeyja: Örlygur […]
Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum. Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á […]
Júlíana framlengir til loka ársins 2024

Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék […]
Toppslagur í Eyjum en frestað fyrir vestan

Það má búast við hörku leik í dag þegar ÍBV stelpurnar taka á móti liði Fram í íþróttamiðstöðinni. Lið Fram er sem stendur í 4. sæti deildarinnar en ÍBV í 2. sæti. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Leik Harðar og ÍBV hefur verið frestað. Ekkert flug er milli Vestmannaeyja og Ísafjarðar í dag. Nýr leiktími verður […]
Leikmaður ársins framlengir

Leikmaður ársins hjá ÍBV, Haley Thomas, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Haley, sem var fyrirliði liðsins og lék frábærlega á tímabilinu 2022, er 23 ára bandarískur miðvörður. Haley kom til ÍBV fyrir tímabilið 2022 frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta […]
Sverrir Páll til ÍBV

Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans. Segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. Í fyrra lék Sverrir […]
Fyrsti heimaleikur ársins

Það er víðar leikinn handbolti en í Svíþjóð því fyrsti heimaleikur kvennaliðs ÍBV á þessu ári verður í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Stelpurnar okkar hafa verið á góðu róli og hafa sigrað 2 efstu lið deildarinnar í byrjun árs. Þær sitja nú í 2.sætinu, aðeins stigi á eftir Val. Leikurinn hefst klukkan 14.00 […]
Olísdeild kvenna – Áttundi sigur ÍBV í röð

„ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir Val. Stjarnan er með 16 stig í þriðja sæti. ÍBV hefur nú unnið átta leiki […]