Hjörvar Daði til ÍBV

Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann kemur frá HK þar sem hann hefur verið á samningi síðan 2018. Hjörvar er 23 ára gamall og hefur hann leikið á láni síðustu þrjú tímabil, það fyrsta hjá ÍR og seinni tvö hjá Hetti/Hugin. Á síðustu leiktíð var hann valinn besti […]

Breki kveður ÍBV

Breki Ómarsson hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við ÍBV og verður hann ekki áfram hjá félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en gat fengið sig lausan. Breki er 25 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og hefur til þessa […]

Síðasti leikur ársins

Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í dag kl. 16.00. Víkingar sækja Íslandsmeistara ÍBV heim og Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdal. Að leikjunum loknum fara liðin í frí frá Íslandsmótinu fram í byrjun febrúar. Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson leikur sinn síðasta leik með ÍBV í dag. Víkingur vann […]

Sandra Voitane snýr aftur til ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Sandra Voitane hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út keppnistímabilið 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sandra lék með ÍBV árið 2022 og er öflugur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hún er 24 ára gömul landsliðskona en hún hefur skorað 15 mörk í 60 A-landsleikjum og hefur leikið […]

Stjarnan mætir til Eyja

Handbolti (43)

Í kvöld heldur áfram 12. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrri leik liðanna í upphafi tímabils en lánið hefur ekki leikið við Garðbæinga í vetur sem sitja í 10 sæti deildarinnar með sjö stig. ÍBV er í fjórða sæti með 15 stig en bæði lið hafa leikið […]

ÍBV-HK í dag

Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems […]

Fá Fram í heimsókn í bikarnum

Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag. 18. […]

Guðný Geirsdóttir valin í A-landslið

Eyjakonan og markvörðurinn Guðný Geirsdóttir hefur verið valin í A-landslið Íslands í fyrsta skiptið. Guðný átti mjög gott tímabil með ÍBV og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins. Guðný er 25 ára og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni […]

Áhugaverður leikur í bikarnum í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og […]

Þóranna Halldórsdóttir nýr formaður unglingaráðs

Þóranna Halldórsdóttir tók við sem formaður unglingaráðs á dögunum af Ingibjörgu Jónsdóttur. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. Þóranna lék knattspyrnu með félaginu á sínum yngri árum og á nokkra mfl. leiki að baki ásamt því að hafa þjálfað hjá félaginu. Hún á 4 börn sem stunda æfingar í hand- og/eða fótbolta og […]