Gera samning um markvissari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi

Matvælaráðuneytið og Intellecta hafa gert með sér samning um markvissari og skilvirkari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi. Þetta var kynnt á fjórða fundi samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem haldinn var 16. nóvember sl. Nefndin hefur yfirsýn yfir starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar. Í kringum sjávarútveg og tengdar greinar verður til mikið magn af gögnum sem skila […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í hæstu hæðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 30 milljörðum króna í október. Það er um 12% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra, en um 17% sé leiðrétt fyrir gengisbreytingu krónunnar. Frá þessu er greint í frétt á vefnum radarinn.is. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða þar með komið í tæpa 288 milljarða króna. […]

Hámarksafli íslenskra skipa 139.205 tonn

Hámarksafli íslenskra skipa á loðnuvertíðinni framundan er 139.205 tonn, en þar af eru 7.378 dregin frá til atvinnu- og byggðaráðstafana, þannig að úthlutun ársins er 131.827 tonn. Þetta kemur fram í reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa sem matvælaráðuneytið birti í lok október. Sem fyrr er úthlutunin byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem lagði til að loðnuafli ársins verði ekki meiri […]

Upptaka frá Auðlindin okkar í Vestmannaeyjum

Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Hluti af þessari vinnu eru fundir sem haldnir eru víða um land undir nafninu Auðlindin okkar. Einn slíkur var haldinn […]

Farsímakerfi í hjálmum í sjómanna

Síminn og Radíómiðun hafa þróað staðbundið einkafarsímakerfi sem er algjörlega óháð hefðbundnum farsímakerfum. Þetta nýsköpunarverkefni varð til í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtækin Fisk Seafood, Brim og Útgerðarfélag Reykjavíkur. Markmiðið er að auka öryggi sjómanna og bæta samskipti um borð í fiskiskipum á hafi úti. Frá þessu er greint í frétt á vef Fiskifrétta. Sjómenn vinna oft […]

Enn ósamið um makrílinn

Enn hefur ekkert samkomulag tekist um skiptingu makrílveiða milli strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshaf. Engin niðurstaða varð úr hinum árlegu fundarhöldum í október, en áfram verður þó haldið að reyna að finna lausn. Fiskifréttir fjölluðu um málið í frétt um helgina. Að sögn matvælaráðuneytisins var byrjað að „skoða tölur um hlutdeildarskiptingu á fundinum. Enn er langt á […]

Listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa til sjós

Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim, að […]

Fiskveiðisamningur við Færeyjar undirritaður

Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, skrifuðu undir samninginn. Undirritunin fór fram á fundi ráðherranna þar sem samskipti landanna á breiðum grundvelli voru til umfjöllunar, meðal annars út frá tillögum í skýrslu frá starfshópi frá september 2021, […]

Dágóð aukning útflutningsverðmæta og ufsi á óvæntri siglingu

Á fyrstu 8 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 226 milljarða króna. Það er um 18% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði 4% sterkara á fyrstu 8 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af gengisvísitölu Seðlabankans. Aukningin er því nokkuð […]

„Auðlindin okkar“ opnar vefsíðu

Vefsíðan audlindinokkar.is hefur verið opnuð. Þar má finna upplýsingar og gögn sem tengjast verkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí með skipan fjögurra starfshópa og samstarfsnefndar um sjávarútvegsstefnu. Verkefni hópanna Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á síðunni má finna upplýsingar um upplegg […]