Fyrsti fundarstaður fíflalúsar á Suðurlandi

Árleg rannsóknarferð til líffræðirannsókna í Surtsey var farin á vegum Náttúrustofnun Íslands á dögunum. Farið var út í eynna á mánudag og lýkur ferðinni í dag. Mbl.is greindi fyrst frá. Tiltölulega nýr landnemi Í samtali við Morgunblaðið segir Olga Kolbrún Vilmundardóttir, líffræðingur sem leiðir hóp vísindamanna í Surtsey, að í ár hafi þar í fyrsta […]

Ritverkið Esseyja komið út

Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarkona hefur beint sjónum sínum að Vestmannaeyjum í myndlist sinni á síðustu tíu árum. Þorgerður sýndi m.a. verkið Eldfell Stafróf I á sýningunni Til fundar við Eldfell í Safnahúsinu nú í haust. Það á rætur sínar að rekja til útskriftarverkefnis Þorgerðar frá Glasgow listaháskólanum árið 2013 þegar hún vann með myndir Einars B. […]

Ný eyja reis úr hafi fyrir 60 árum

Guðni Einarsson – Surtseyjareldar hófust öllum að óvörum fyrir 60 árum. Skipverjar á Ísleifi II VE 63 urðu fyrstir varir við eldgosið. Þeir voru einskipa á línuveiðum á þessum slóðum snemma að morgni 14. nóvember 1963. Guðmar Tómasson skipstjóri og Árni Guðmundsson vélstjóri fóru upp á dekk um sjöleytið og fundu þá einkennilega lykt sem […]

Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst

Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)

60 ára afmæli Surtseyjar 14. nóvember í Eldheimum

Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær minnast 60 ára afmæli Surtseyjar með viðburði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, munu ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið flytur Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á svið náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stutt ávarp um verndargildi Surtseyjar. […]

Landhelgisgæslan sótti Surtseyjarfara

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti vísindamenn og búnað þeirra úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Hluti hópsins […]

Kajakferð til Surtseyjar gæti haft eftirmála

Formleg kæra frá Umhverfisstofnun er nú komin á borð lögreglunnar vegna ferðar Ágústs Halldórssonar á kajak til friðlýstu eyjunnar Surtsey. Lögreglan mun byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins, að því er fram kemur í frétt á mbl.is. Surtsey sem myndaðist fyrir að verða sextíu árum síðan hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og […]

Skarfur og lyngfeti í Surtsey

Hópur vísindamanna hélt út í Surtsey á dögunum sem verður 60 ára í nóvember. Vísindaferðir út í eynna eru árlegar en allt frá goslokum hefur eyjan verið undir vökulu auga vísindamanna. Bæði jarðfræðingar og vistfræðingar gerðu sínar rannsóknir út í eynni. Surtsey var friðlýst árið 1965 og frá árinu 2008 hefur hún verið á heimsminjaskrá UNESCO. […]

Nefnd skipuð um viðburði á afmælisári eldsumbrota

Viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Eins og fram hefur komið verður efnt til ýmissa viðburða í tengslum við að árið 2023 þegar 50 og 60 ár verða liðin frá eldsumbrotum á Heimaey […]

Ráðherrafundur, minnisvarði og málstofa í tilefni tímamóta

Í gær undirrituðu þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, viljayfirlýsingu um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni þess að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár liðin frá eldgosinu í Surtsey. Til stendur að skipuleggja samnorrænan ráðherrafund forsætisráðherra í Vestmannaeyjum sumarið 2023 í kringum Goslokahátíð Vestmannaeyja.  Jafnframt […]