Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu.  Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]

Píparar menn framtíðarinnar

Miðstöðin hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki en núverandi eigendur þess eru hjónin Marinó Sigursteinsson og Marý Ólöf Kolbeinsdóttir. Sigurvin Marinó Jónsson pípulagningameistari, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið árið 1940 en rak það undir sínu nafni allt til 1950 þegar það fékk nafnið Miðstöðin. Marinó Sigursteinsson er þriðji ættliðurinn sem starfar við fyrirtækið […]

Það reddast allt í Vestmannaeyjum

Ég var spurð að því um daginn hvernig mér fyndust Vestmannaeyingar. Merkileg spurning og skemmtileg. Og gefur kannski strax til kynna að Vestmannaeyingar séu eitthvað öðruvísi en annað fólk. Mín fyrstu viðbrögð voru að segja að ég upplifði Vestmannaeyjar einmitt bara eins og litla útgáfu af Íslandi, ég þekki nákvæmlega sömu týpurnar á Heimaey og […]

Eru eins og kökusneið af paradís

Kyana Sue Powers er mörgum kunnug þeim sem nýta sér samfélagsmiðlana. Kyana er oft kennd sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands en það er einmitt það sem hún gerði. Árið 2018 gerði hún sér ferð til Íslands og varð heltekin af landi og þjóð. Hún fór heim til Boston, hætti í vinnunni, seldi allt sem […]

Hollt og þroskandi að stíga reglulega út fyrir þægindarammann

Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og knattspyrnuþjálfari fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að löndum til að þjálfa í. Eftir farsælan, svo vægt sé til orða sem þjálfari í íslenska karlalandsliðsins þjálfaði hann Al-Arabi í Katar árin 2019 til 2021. Þá tekur við hlé frá þjálfun þar til síðasta vetur að hann tók við landsliði Jamaíka. Suðræn […]

Brautryðjandi í blaðamennsku

Þess var minnst í Bókasafni Kópavogs 5. apríl að 100 ár voru liðin frá fæðingu Eyjamannsins Gísla Johnsen Ástþórssonar blaðamanns, ritstjóra, rithöfundar og teiknara frá Sóla. Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur og elsti sonur Gísla, setti fundinn og var yfirskriftin 12 Mílur kl. 12. Hún er sótt í forsíðu fyrsta tölublaðs Alþýðublaðsins sem kom út undir ritstjórn […]

Helgi á loðnuvertíð eftir fimm ára hlé:

Helgi Valdimarsson verður 75 ára á árinu hætti til sjós 2018 en sló til þegar kall kom frá Ísfélaginu, það vantaði vanan mann í brúna á Suðurey VE á loðnuvertíðinni. Helgi sló til og sér ekki eftir því, skipið gott, áhöfnin hress og skemmtileg og kunni til verka. Punkturinn yfir i-ið var svo einstaklega góð […]

Bryggjurúntur á loðnuvertíð

Þó vissulega beri bæjarbragurinn merki þessa dagana að loðnuvertíð nálgist nú hámark þá voru vertíðir fyrri tíma oft mun umsvifameiri. Það er af sem áður var að hver vinnandi hönd var kölluð til og frí gefin í skólum til að vinna á vöktum við að bjarga sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma. Frysting og […]

Fimmtíu ár frá strandi Gjafars VE 300

Í dag eru liðin 50 ár frá því að Gjafar VE 300 strandaði í innsiglingunni í Grindavík, – mánuði eftir að Heimaeyjargosið hófst. Í blaðinu Eyjafréttum sem kom út 20. mars 2013 ræddi Ómar Garðarsson við vélstjóra skipsins þá Guðjón Rögnvaldsson og Theódór Ólafsson, þar sem þeir lýsa aðdraganda strandsins og því að ekki mátti […]

Krossgötur endalausra tækifæra

Eyjafréttir eru bornar út til áskrifenda í dag í Eyjum og á fasta landinu. Þetta er 6. tölublaðið sem kemur út eftir að fjölgað var í starfsliði og stjórn sem stendur bakvið útgáfuna. þetta 14. tölublað ársins er 20 síður í heildina og sneisafullt af efni. Ekki nóg með að blaðið í dag sé að […]