Þá eru ekki nema 11 dagar til Þjóðhátíðar og undirbúningurinn í Herjólfsdal í fullum snúningi.
Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en meðal þeirra flytjenda sem koma fram eru Bríet, Páll Óskar, FM95Blö, Stuðlabandið, XXX Rottweiler hundar, Sprite Zero Klan og Jóhanna Guðrún. Að auki mun Eurovision-farinn Diljá troða upp í fyrsta skiptið í Dalnum.
Magnús Kjartan sér um að halda hátíðargestum kátum í brekkusöngnum og Emmsjé Gauti frumflytur Þjóðhátíðarlagið „Þúsund hjörtu” á kvöldi föstudags, en það má hlusta á lagið hér.
Hér má sjá myndir frá deginum í dag:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst