ÍBV mátti þola tap gegn KR í gærkvöldi í Bestu deild karla. Enduðu leikar 4-1. KR náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu skömmu síðar. Var þar að verki Sigurður Arnar Magnússon sem átti laglegan skalla að marki sem endaði í netinu. KR bætti svo við öður marki sínu fyrir leikhléi og var staðan 2-1 í hálfleik.
KR-ingar gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Með sigrinum fór KR upp í annað sæti deildarinnar þar sem liðið er með tíu stig. ÍBV er í áttunda sæti sæti með sjö stig. Næsti leikur ÍBV í deildinni er eftir viku á heimavelli gegn KA.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst