Tap í Krikanum
Kari K 22 Op
Kári Kristján var markahæstur í liði ÍBV með 10 mörk. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Íslandsmeistarar FH unnu í gær þriggja marka sigur gegn ÍBV í þriðju umferð Olís-deildar karla. Lokatölur 33-30. ÍBV byrjaði leikinn betur og náðu mest fjögurra marka forskoti. FH tók þá leikhlé og komu tvíefldir til leiks eftir það og skoruðu næstu fimm mörk og komust yfir.

Staðan í leikhléi var 19-15. Um miðjan seinni halfleik fóru svo tvö rauð spjöld á loft með stuttu millibili. Kristófer Ísak Bárðarson hjá ÍBV fékk það fyrra fyrir að hrinda Jóhannesi Berg Andrasyni í loftinu og um mínútu síðar fékk Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH rautt fyrir að rífa í skothöndina á Andra Erlingssyni.

Eyjamenn komust ekki nærri hafnfirðingum á lokamínútunum og niðurstaðan því þriggja marka tap Eyjaliðsins. Petar Jokanovic stóð sig vel í Eyjamarkinu og varði 14 skot. Kári Kristján var markahæstur í liði ÍBV með 10 mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson og Daniel Esteves Vieira gerðu sitthvor 5 mörkin.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.