Eins og fram hefur komið hér á síðunni, sigraði ÍBV Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi eftir sigur á Haukum. �?egar liðið tók við verðlaunum sínum, klæddist Eyjaliðið bolum sem á stóð “Team Danni.” og tileinkuðu sigurinn Daníel Frey Gylfasyni, sem fékk heilablóðfall á æfingu með ÍBV fyrr í sumar. Daníel er á batavegi og ákváðu leikmenn ÍBV að sýna honum stuðning með þessu framtaki.