„Ef við lítum á samfélagið hér í Eyjum þá erum við með um þriðjung kvótans. Aflaverðmæti bátanna gæti verið yfir einn milljarð, laun sjómanna í Eyjum væru þá hátt í 300 milljónir á síldarvertíðinni. Í heildarskattgreiðslur færu um 130 milljónir og þar af um 40 milljónir í útsvar til bæjarins. Þetta eru gríðarleg verðmæti sem dreifast um allt samfélagið hér og þannig er þetta á mörgum stöðum um landið,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið vegna ástand síldarstofnsins.