Telja að loðna hafi fundist í talsverðu magni

Skip á vegum Hafrannsóknarstofnunar fundu í gær það sem talið er loðna í talsverðu magni suðvestur af Íslandi.

„Það dró aðeins til tíðina seinni partinn í gær,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun var gestur í morgunútvarpi Rásar 2.

Hann tekur þó fram að leiðindaveður sé þar sem loðnuleitin fer fram og það torveldi leitina. Fengin voru uppsjávarskip sem eru á kolmunnaveiðum til að hjálpa við leitina í gær og fundu þau

„Þetta var í töluverður magni,“ segir Guðmundur. Tveimur skipum hefur síðan verið beint að staðnum til að mæla frekar.

„Við getum ekki fullyrt að þetta sé loðna, mögulega er þetta síld, en við teljum að þetta sé líklegast loðna,“ segir Guðmundur sem tekur fram að til standi að skoða staðinn betur í dag.

Lítið mælst í febrúar

Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér til kynningu á mánudaginn að sáralítið af loðnu hefðist mælst í febrúar. Það var önnur yfirferð loðnumælinga á árinu

Miklar sveiflur hafa verið í loðnumælingum undanfarin ár. „Við erum sífellt í rannsóknum en það sem er erfiðast að skilja er hvað er að stjórna breytileika í nýliðun á stofninum,“ segir Guðmundur en mikill munur hefur verið á árgöngum loðnu undanfarin ár.

„Við eigum eftir að skoða þetta betur núa. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er í sjórannsóknum fyrir austan. Þeir verða kallaðir í þetta verkefni núna. Við þurfum að fullvissa okkur að þetta sé loðna og ná sýni úr þessu,“ segir Guðmundur.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.