Það fer nú að verða verra ferða veðrið

Það er útbreidd tómstundaiðja á Íslandi að láta sumarveðrið valda sér vonbrigðum og jafnvel láta það fara í taugarnar á sér. Vestmannaeyingar hafa þó síðustu ár getað stólað á þokkalegt veður í maí mánuði. Því hefur ekki verið fyrir að fara þetta árið og ætlar mánuðurinn að enda með látum ef eitthvað er að marka veðurspár. Veðurstofa Íslands sendi frá sér eftirfarandi viðvörun fyrir Suðurland nú fyrir hádegið sem minnir einna helst á eitthvað sem við eigum að venjast í febrúar. “Suðvestan 15-20 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.” Viðvörunin tekur gildi í fyrramálið.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.