Skipum er að fjölga á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum þessa dagana. Dagamunur er á veiðinni, góður afli hefur fengist suma daga en slakur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum, fyrir um hálfum mánuði, og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað veiðarnar. Uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið starfandi frá 1. júlí og unnið afla af þessum þremur skipum.
„Þetta hefur gengið vel. Veiðin hefur verið upp og ofan, ræðst mikið af veðrinu. Það hafa komið góðir kaflar. Makríllinn virðist vera að tínast inn á svæðið,“ segir Sindri Viðarsson, yfirmaður uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við mbl.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst