Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE, segir að sér finnist vanta meiri kraft í vertíðina í Vestmannaeyjum og hann telur að fiskgengdin sé ekki jafn mikil við Eyjarnar og verið hefur síðustu ár. „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það sem fyrir er. Ýsan er til dæmis ekki komin að neinu ráði en í fyrra hófst ýsuveiði fyrst í lok mars. Undanfarin ár hefur fiskurinn gengið á miðin mjög snemma en hins vegar var ekkert óalgengt hér áður að vertíð hæfist um miðjan mars. Við höfum gjarnan verið úti í um tvo sólarhringa að undanförnu en þrálátar brælur hafa truflað veiðarnar verulega. Við fórum til dæmis út um hádegi sl. sunnudag og komum inn um hádegi í gær. Aflinn var um 75 tonn sem er bara mjög gott. Almennt má því segja að vertíð sé í fullum gangi en miðað við síðustu ár mætti krafturinn í henni vera dálítið meiri,“ segir Birgir Þór.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.