�?að verður hörkuleikur á Hásteinsvelli:
4. júlí, 2013
Í leikskrá ÍBV liðsins sem leikur við HB Torshavn í kvöld, er viðtal sem Skapti Örn Ólafsson tók við Allan Mörköre. Eyjafréttir fengu leyfi til að birta þetta skemmtilega viðtal hér á síðunni.
Allan Mörköre lék með ÍBV keppnistímabilin 1999 og 2000 við góðan orðstýr. Hann segir að það hafi æxlast þannig að eftir landsleik milli Færeyja og Íslands í ágúst 1999 hafi fyrirliðar landanna talað saman. Birkir Kristinsson varði þá mark ÍBV og var jafnframt fyrirliði landsliðsins og fyrirliði Færeyja lék með HB líkt og Allan. „Ég hlýt að hafa staðið mig vel í landsleiknum, þar sem stjórn ÍBV hafði fljótlega samband við HB og úr varð að ég var keyptur frá félaginu,“ segir Allan.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst