Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári.
Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson Viðreisn, Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálmason Flokki fólksins, Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson Samfylkingu.
Þau sem brugðust við eru Ása Berglind og Víðir Samfylkingu, Halla Hrund Framsókn og Karl Gauti Miðflokki. Þau sem brugðust ekki við eru Ásthildur Lóa Flokki fólksins, Guðbrandur Viðreisn, Sigurður Ingi Framsókn, Sigurður Helgi Flokki fólksins og hvorugur þingmaður Sjálfstæðisflokksins Guðrún og Vilhjálmur.
Hvort sem um er að kenna önnum þingmanna eða litlum áhuga á hagsmunum Vestmannaeyja skal ósagt látið en þakka ber þeim sem svöruðu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst