Í fjögur ár hefur hann skrifað um fegurð mannlífs og sveitar, frjósemd moldar, orku hveranna og bláma fjallanna.
Auðvitað hefur þetta haft mikil áhrif á okkur öll og hefi ég jafnvel heyrt að sumum finnist við orðin drýldnari en við vorum.
Alla veganna var svo með stúlkuna litlu, sem var að lesa upphátt fyrir mömmu sína við eldhúsborðið í vetur ævintýrið góða, þar sem kemur fyrir lýsing á �?dáinslandinu;
�?�?ar gala gaukar
�?ar spretta laukar
�?ar fara hrútar úr reifi sínu�?
Kallar þá sú litla kotroskin. Mamma þetta er á Flúðum!
Svona er hann Ísólfur Gylfi búinn að breyta okkur Hrunamönnum því áður en hann kom hingað upp eftir, vorum við bara venjulegir, hlédrægir Flóamenn. Sama hvað Bjarni þingmaður rausar um Hreppaflekann, sem rekur á milli austurs og vesturs stjórnlaust í sérgæsku sinni og – hana nú-. Býst ég nú við, ef svo undarlega skyldi vilja til, að einhver nennti að lesa þetta, sé hann eða hún farin(n) að spyrja sig hvert maðurinn er að fara með þessum skrifum. (eiginlega er ég farinn að gera það líka).
En tilefnið er nú forsíða Sunnlenska, þar sem vitnað er í grein Ísólfs Gylfa í Pésanum �?Byggjum upp nýjan garðyrkjuskóla á Flúðum�?. �?ar fer Gylfi mikinn að vanda, skorar á nýja ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins að bretta upp ermar og hefjast handa.
Eiginlega veit ég varla hvaða skoðun ég hefi á málinu, því ekki er Gylfi búinn að hrista alveg úr mér Flóamanninn. Auðvitað er ég svolítið hrifinn að hugmyndinni, sem Flúðamaður en samt er ég efins. Held að bygging nýs Garðyrkjuskóla kosti svo marga peninga, jafnvel miklu fleiri en að halda honum í Hveragerði þar sem Gylfi segir hann vera í sáru fjársvelti.
Vitanlega veit ég vel að þetta er heimóttaskapur og afturhaldsmennska hjá mér. Að sjálfsögðu veit Gylfi þetta betur, búinn að vera á þingi í átta ár. Í sakleysi mínu hélt ég samt, að þeir sem hefðu setið á þingi og verið í stjórnarmeirihluta væru nokkuð ábyrgari en aðrir, þegar kæmi að úthlutun úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, enda man ég ekki eftir að Gylfi hefði þessa hugsjón í þann tíð. En svona breytumst við hvor í sína áttina. Gylfi hugsar eins og nýríkur bjartsýnn uppi en ég eins og Flóamaður.
Morguninn eftir að ég las greinina heyrði ég fallegan birkiþröst syngja undur tært þessa vísu.
Ísólfur er engum líkur
Ísólfur er gull að manni
eflaust líka orðinn ríkur
eða pínu lítill glanni.
Með bestu kveðju til Ísólfs míns Gylfa, sem hvorki er dauður né á afmæli.
Höfundur er hænsnabóndi og býr við Flúðir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst