Klöppin er álfabyggð sem ég vara eindregið við að verði raskað
16. október, 2009
Eins og fram kom í Fréttum í gær, stendur yfir kynning Umhverfis- og framkvæmdaráðs Vestmannaeyjabæjar, á tillögu að breytingu á miðbænum. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði fyrir 23 nýjum bílastæðum á svæðinu milli Kirkjuvegs og Bárustíg og Vestmannabrautar og Miðstrætis. Ætlunin er að leggja göngustíga að bílastæðunum, frá Kirkjuvegi og einnig frá Bárustíg til að auðvelda aðgengi að þeim.