Þarf Vestmannaeyjabær meira húsnæði?
27. maí, 2020

Á fundi bæjarráðs á mánudag var lagt fram kauptilboð af hálfu Vestmannaeyjabæjar í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjuvegi þar sem fyrirhugað er að fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar hafi aðsetur sem nú er á Rauðagerði.

Peningum kastað út um gluggann
Búið er að verja 5 milljónum í hönnun á þriðju hæð Fiskiðjunnar fyrir bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar, en núverandi meirihluti féll frá þeim áformum. Framkvæmdir fyrir um 6 milljónir standa yfir í húsnæði Rauðagerðis þar sem verið er að bæta aðstöðu sem virðist eingöngu nýtast næstu 1-2 ár flytji sviðið yfir í Íslandsbanka og var sú ákvörðun gagnrýnd af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem framtíðarskipulag húsnæðismála bæjarskrifstofa skorti. Bara við þessar ákvarðanir fara 11 milljónir forgörðum sem getur seint talist skynsöm nýting á opinberu fjármagni.

Breyta bara til að breyta?
Það er engu líkara en að vilji meirihluta H- og E- lista einskorðist við viljann að breyta af leið frá því sem áður var ákveðið af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem hafði látið hanna bæjarskrifstofur á þriðju hæð Fiskiðjunnar til að sameina alla starfsemi undir eitt þak, skrifstofur bæjarstjóra, umhverfis- og framkvæmdasvið, fjár- og stjórnsýslu og fjölskyldu- og fræðslusvið og ná þannig fram rekstrarhagræðingu og stytta boðleiðir milli starfsmanna.

Fjöldinn allur af fasteignum
Vestmannaeyjabær á og rekur fjölda fasteigna sem eru eins og flestar fasteignir, dýrar í rekstri og viðhaldi. Þar á meðal eru stór húsnæði sem fljótlega munu missa sitt hlutverk í ljósi framtíðaráforma sveitarfélagsins. Þar má nefna Heiðarveg 12 en starfsemi slökkviliðsins mun flytjast í nýja slökkvistöð eins fljótt og verða má, Listaskólinn, Vesturvegi, en Tónlistarskóli Vestmannaeyja mun á næstu árum flytja starfsemi sína í nýja viðbyggingu við Hamarskóla, nýting á Þórsheimilinu verður einnig takmarkaðri eftir að frístundaverið mun einnig flytja yfir í Hamarskóla. Vestmannaeyjabær á einnig Strandveg 50, svo ekki sé minnst á þriðju hæð fiskiðjunnar en engin áætlun liggur fyrir um framtíðarnýtingu þeirra 1000m2 sem þar standa auðir í dag.

Fiskiðjan tortryggð frá upphafi
Meirihluti H- og E- lista hóf kjörtímabilið á að ráðast í kostnaðarsama úttekt á framkvæmdum við Fiskiðjuna þar sem fasteignar- og atvinnuþróunarverkefnið sem Fiskiðjan er, var tortryggt eftir fremsta megni en í ljós kom að verkefnið var undir kostnaðaráætlunum. Fulltrúar Eyjalistans voru reyndar mótfallnir Fiskiðjuverkefninu frá upphafi, því ætti afstaða meirihlutans gagnvart Fiskiðjunni kannski ekki að koma á óvart.

Æðsta stjórnsýslan aftur í ráðhúsið gegn hátíðarsamþykkt 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar
Í lok október á síðasta ári, án allrar umræðu, samvinnu eða upplýsinga kom meirihlutinn með tillögu á fundi bæjarstjórnar um að flytja starfsemi hluta bæjarskrifstofa aftur í gamla ráðhúsið sem fór þvert gegn hátíðarsamþykkt hátíðarfundar bæjarstjórnar Vestmannaeyja í tilefni 100 ára afmælis þar sem ákveðið var að gamla ráðhúsið yrði gert að fágætissafni með viðhafnarsal m.a. fyrir fundi bæjarstjórnar.

Hvar er framtíðarsýnin fyrir húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar?
Ákjósanlegt væri ef jafn stefnumarkandi verkefni og framtíðarhúsnæðismál bæjarskrifstofa Vestmannaeyjabæjar hefði verið unnið í meiri samvinnu og sátt og upplýsingagjöf hefði verið með viðunandi hætti. Hagkvæmast fyrir sveitarfélagið væri að nýta það húsnæði sem sveitarfélagið á og rekur nú þegar og sameina eftir fremsta megni starfstöðvar til hagræðingar, losna frekar undan en ekki halda áfram að safna fasteignum og hlaða þannig áfram á rekstrarkostnaðinn. Að mínu mati er fjármunum sveitarfélagsins betur varið í þjónustu við bæjarbúa fremur en rekstrarkostnað fasteigna og mun ég leggja áherslu á það þegar málið verður til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn á morgun.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst