Þekking og reynsla hefur tapast með tíðum mannabreytingum
Herjólfur..jpg
Herjólfur.

Innviðaráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að hefja viðræður við Vestmannaeyjabæ um mögulega endurnýjun rekstrarsamnings þar sem greindir verða kostir þess að fela Herjólfi ohf að vera áfram með siglingar milli lands og eyja. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og núverandi samningur gildir til 1. október. Vestmannaeyjabær er búinn að skipa viðræðunefnd af hálfu bæjarins og var hún kynnt á fundi bæjarráðs í síðustu viku.

Vegagerðin skilaði í byrjun síðasta mánaðar samantekt um reynsluna af fyrirkomulaginu. Þar koma fram vissar efasemdir frá þessu er greint á ruv.is. Vegagerðin segist raunar frekar vera hlynnt útboði á verkefni sem þessu. Aðrir aðilar sem koma til álita hafi sýnt þessum siglingum áhuga og Herjólfur ohf. gæti að fenginni reynslu verið samkeppnishæfur í slíku útboði.

Þekking og reynsla tapast með tíðum mannabreytingum

Í samantektinni kemur fram að í upphafi samstarfsins hafi verið lítil reynsla af stjórnun á rekstri Herjólfs. Samstarfið hafi verið stirt og erfiðlega gengið að fá upplýsingar um reksturinn sem og annað sem viðkom viðhaldi skipsins. Vegagerðin segir samstarf þó hafa farið batnandi og gengið vel þó hnökrar hafi komið upp, meðal annars í meðferð öryggis-og viðahaldskerfis skipsins.

Vegagerðin nefnir einnig að talsverðar mannabreytingar hafi orðið í áhöfn skipsins undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til ráðstafana virðist áfram verða við verulegar áskoranir að eiga. „Talsverð þekking og reynsla hefur tapast af þessum sökum sem er bagalegt þar sem um dýran og flókin búnað er að ræða,“ segir í samantektinni.

Vegagerðin tekur fram að þegar Herjólfur fór í slipp síðastliðið haust hafi verið eftir því tekið að áhöfn stjórnendur Herjólfs virtust sýna meiri áhuga og ábyrgð á viðhaldi og endurbótum skips en áður.

nánar á ruv.is

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.