Í maí árið 2013 veitti umhverfis- og skipulagsráð leyfi til fyrirtækisins Ludus, til að starfrækja litboltavöll við sunnanverðan Ofanleitishamar, á svonefndum Töglum.
�??Ráðið samþykkir leyfi til 1.9.2013. Ráðið felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfisbréf sbr. umræður á fundinum. Ráðið leggur áherslu á góða umgengni og áskilur sér rétt til að láta þrífa svæðið og nærumhverfi á kostnað umsóknaraðila ef þörf krefur.�??
Glöggur lesandi Eyjafrétta sendi okkur þessar myndir af svæðinu og benti á að í bókun umhverfis- og skipulagsráðs þegar umsóknin var afgreidd, segi að ráðið leggi áherslu á góða umgengni og áskilur sér rétt til að láta þrífa svæðið og nærumhverfi á kostnað umsóknaraðila, ef þörf krefur. – Hér er ekki aðeins þörf á hreinsun, heldur nauðsyn.