En þótt við höfum gert okkur fulla grein fyrir því að fulltrúar FBF væru engin unglömb lengur, áttuðum við okkur ekki fyllilega á því hversu hrumir þeir væru orðnir fyrr en við lásum fyrrnefnda grein þeirra. �?ví þeir eru greinilega farnir að kalka það illilega að þeir eiga í erfiðleikum með að muna nafnið á okkur Vinum Ketils Bónda, sem er orðið hinum almenna Eyjaskeggja jafn hugleikið og Heimaklettur. Eins eru þeir, ökuþórarnir öldruðu, svo fornir í tali að sjálfur varaforseti VKB, Hannes Kristinn Eiríksson, þurfti að fá starfsmenn Árnastofnunar til þess að þýða greinina fyrir sig, svo hann gæti fengið fyllilega skilið hana. Eins kvarta FBF öldungarnir sáran undan tilhugsuninni um að sópa, sem við nánari íhugun er vel skiljanlegt, enda eiga flestir menn á þeirra aldri orðið afar erfitt með að beygja sig.
Vinum Ketils Bónda hafa málefni aldraðra löngum verið hugleikin, enda lengi verið á stefnuskrá félagsins að gefa elliheimilinu Hraunbúðum saumavél. En því miður hefur fjáröflunarstarfsemi okkar ekki gengið sem skyldi hingað til, svo það hefur setið á hakanum. �?ess vegna þykir okkur það kjörið að taka að okkur íþróttakennslu fyrir aldraða, og lítum á Reimleikana næstkomandi föstudag sem upplagt tækifæri til þess að leggja okkar af mörkum til aukinnar heilsu okkar elstu samborgara. Okkur er því ljúft að taka á móti Fyrirmyndar bílstjórum í öldungaleikfimi og lofum að láta þá ekki leggja of hart að sér. En öllum er þó hollt að hreyfa sig, ekki hvað síst félagi fyrirmyndar gamlingja.
Með vinsemd og virðingu fyrir þeim sem eldri eru.
Helgi �?lafsson forseti VKB
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst