�?ið eruð yndislegt fólk þó þið notið stefnuljós í litlu mæli
24. janúar, 2015
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur séð um að verja mark knattspyrnuliðs ÍBV síðustu þrjú árin en nú er komið að leiðarlokum. Næsti viðkomustaður Bryndísar er Noregur en á næsta tímabili mun hún leika með 1. deildarliði Fortuna. Bryndís skrifaði afskaplega skemmtilegan texta um veru sína í Eyjum, þar sem hún kemur m.a. inn á stefnuljósanotkun heimamanna, karlana sína hjá höfninni og furðulegt tungumál sem �??stelpurassgat�?? úr Landeyjunum kynntist í Eyjum. Eyjafréttir birta hér að neðan brot úr pistlinum skemmtilega:
Planið var að vera aðeins eitt ár í eyjum, en urðu óvart þrjú. �?essi staður er hreint út sagt magnaður að öllu leyti. En það sem gerir hann svona magnaðann er fólkið sem býr þar. �?g hef aldrei á ævi minni kynnst eins góðhjörtuðu og hjálpsömu fólki og hér í Eyjum. �?að sem einkennir Eyjamenn er þessi samheldni og dugnaður, hér hjálpast allir að og eru tilbúnir til þess að gera allt fyrir alla og það skuldlaust. �?g tek líka hatt minn ofan fyrir fólkinu sem býr hér og er í íþróttum, allar þessar ferðir til �?orlákshafnar á veturna í brælu og viðbjóði helgi eftir helgi. �?g byrjaði á því að væla mikið útaf þessu þegar ég kom hingað fyrst en var fljót að halda kjafti þegar ég fékk eitt sinn stingandi augnaráð frá einni úr liðinu, heimakonu. �?g gat ekki verið heppnari með liðsfélaga og vinkonur í þessu liði. Vinskapur sem lifir lengi, núna þarf ég auðvitað að tryggja mér gott svefnpláss fyrir þjóðhátíð næstu árin svo það verður nauðsynlegt að rækta samböndin vel.
En það sem stendur upp úr þessi þrjú ár er klárlega nokkrir menn á höfninni sem ég kalla alltaf �??kallarnir mínir�?�. �?essir menn misstu andlitið þegar ég birtist fyrsta daginn minn á höfninni. Stelpurassgat úr Landeyjum sem vissi nákvæmlega ekkert um sjómennsku, höfnina né Vestmannaeyjar. �?g reyndi að brosa mínu breiðasta þennan dag og segja sem allra minnst. Með von um að ég færi að mála bryggjukannta (og vera sæt á höfninni) var drifið í því að finna á mig samfesting, skó með stáltá og hanska takk fyrir kærlega. �?arna hugsaði ég �??jæja hér mun ég allavega ekkert veiða í mitt troll�?�.
Í dag kvaddi ég kallana mína og Eyjuna fögru sem var svo erfitt, en nú flyt ég til Noregs á þriðjudaginn að spila með Fortuna í 1. deildinni þar í landi. �?ar ætla ég að fara í smá ævintýraleit ásamt því að fara beinustu leið og heilsa upp á Hafnarstjórann í Alesund. �?úsund þakkir fyrir gestrisnina elsku Eyjamenn og fyrir að gera þessi þrjú ár ógleymanleg og þau bestu sem ég hef átt. �?ið eruð yndislegt fólk, þó þið notið stefnuljós í litlum mæli.
Nánar verður rætt við Bryndísi Láru í næstu Eyjafréttum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst