Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Stakkagerðistúni í gær.
Skrúðganga gekk í takt við tóna Lúðrasveitar Vestmannaeyja, leidd af Skátafélaginu Faxa í fylgd lögreglu, frá Íþróttamiðstöðinni niður að Stakkagerðistúni. Þar tók við hefðbundin dagskrá. Kynnir var Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu og tómstundaráðs. Lúðrasveitin lék, börn af Víkinni sungu, Lóa Baldvinsdóttir flutti hátíðarræðu, Viktoría Dís Viktorsdóttir flutti hátíðarljóð í hlutverki fjallkonunnar. Rán sýndi fimleika, Sara Renee Griffin söng og okkar maður Óskar Pétur myndaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst