
Í kvöld verður lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Síðan meirihluti Eyjalistans og H-lista, Fyrir Heimaey var myndaður þann 1. júní sl. hafa framboðin tvö mótað sínar hugmyndir um samfélagið okkar og hvernig við viljum að þróun þess verði á næstu árum. Á þessum rétt rúmum sex mánuðum hafa mörg góð og þörf mál litið dagsins ljós. Í fjárhagsáætlunum hvers árs skýrast þau áherslumál sem bæjarstjórn vill setja á oddinn á næsta ári og inn í framtíðina.

Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja vill forgangsraða í þágu fræðslu- og fjölskyldumála og segja má að listarnir hafi gengið í takt hvað það varðaði fyrir kosningar. Í fræðsluráði sem og í fjölskyldu- og tómstundaráði hafa ýmis mál þegar verið lögð fram. Þannig var í haust farið af stað með vinnu til þess að efla stoðkerfi grunnskólans með myndun starfshóps sem nú hefur skilað af sér tillögum um bætt skólastarf. Ljóst er að á mörgu er að taka. Við getum þó með stolti sagt að þrjár tillögur hópsins, sem metnar voru brýnastar, verða lagaðar fram til samþykkis í bæjarstjórn á fundi hennar í kvöld.
Við gerð fjárhagsáætlunar þarf í senn að leitast til þess að veita bestu mögulegu þjónustu við íbúa bæjarins á sama tíma og reynt er að halda álögum lágum. Þá þarf að vega og meta hvaða verkefni eru mikilvæg og hver geta beðið, í því felst ábyrg stjórnun fjármuna. Í vor var ákveðið að fara í byggingu íbúða fyrir fatlaða og verður það stærsta einstaka fjárfesting næsta árs, enda allir sammála um nauðsyn þeirrar framkvæmdar.
Lagt er til að lækka álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði úr 0,35% í 0,33% og er það gert til að bregðast við hækkun á fasteignamati í Vestmannaeyjum. Góð samstaða er í bæjarstjórn um þessa lækkun. Að sama skapi er nú unnið að því hörðum höndum við að létta undir með eldri borgurum með því að veita afslátt af fasteignagjöldum og gera það samkvæmt lögum.
Á árinu 2019 er lagt til að farið sé í mörg spennandi og þörf verkefni.
Má þar til að mynda nefna: Heilsueflingu eldri borgara, svokallað Janus verkefni sem miðar að því að með kerfisbundnum hætti er unnið að bættri heilsu eldra fólks. Aukin opnunartíma sundlaugarinnar og að halda útisvæðinu opnu allt árið. Bætt akstursþjónusta við fatlaða. Ráða æskulýðs-, íþrótta- og tómstundarfulltrúa til að halda utanum málaflokkinn og efla forvarnir. Þetta er aðeins hluti þeirra verkefna sem lagt er upp með á næsta ári til að bæta þjónustu við bæjarbúa. Að sama skapi er ljóst að önnur verkefni verða látin bíða þar sem forgangsröðunin er skýr; byrjað verður á að efla þjónustu við bæjarbúa sem við teljum meira aðkallandi heldur en til dæmis að ráðast í uppbyggingu nýrra bæjarskrifstofa svo eitthvað sé nefnt.
Það er okkur mikið ánægjuefni að lesa í dag stefnuskrár framboðana sem settar voru fram fyrir kosningar. Þar er ótrúlega margt sem tekist hefur að koma í framkvæmd þó stutt sé frá kosningum. Þetta er okkur hvatning til þess að halda áfram og gera enn betur. Við erum stolt af því sem tekist hefur að gera og stolt af því fólki sem gefur sig í starf í nefndum og ráðum á vegum bæjarins. Allt þetta fólk hefur einsett sér það að starfa í þágu bæjarins og íbúa hans.
Við höldum því ótrauð áfram.
Íris Róbertsdóttir – bæjarstjóri
Njáll Ragnarsson – formaður bæjarráðs




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.