Í síðasta blaði Eyjafrétta var nokkuð fjallað um tíðarfarið í vetur sem flestir eru sammála um að hafi verið með leiðinlegra móti. Til að mynda eru þær ekki margar vikurnar, sem liðnar eru af nýhöfnu ári, sem ekki hefur þurft að fella niður eina eða fleiri ferðir Herjólfs auk þess sem aðrar samgöngur hafa einnig raskast.
Fiskvinnslufyrirtækin í Vestmannaeyjum eiga mikið undir veðri og samgöngum, bæði þarf að fá hingað fisk sem keyptur er á mörkuðum syðra sem og að koma afurðum frá Eyjum og það hefur ekki gengið þrautalaust í því tíðarfari sem verið hefur ríkjandi að undanförnu þegar Herjólfur hefur ekki siglt nema eina ferð á dag, stundum enga. Við heyrðum í forsvarsmönnum nokkurra fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum og heyra mátti að þolinmæði sumra þeirra er langt komin, jafnvel á þrotum.
Nánar í Eyjafréttum á morgun.