Björgunarskipið Þór sinnti í dag sjúkraflutningum, bæði frá Vestmannaeyjum og til.
Klukkan 9 í morgun var áhöfn Þórs kölluð út til að flytja sjúkling frá Vestmannaeyjum. Sjúkrabíll flutti sjúkling að Þór og var hann kominn um borð í björgunarskipið klukkan 9:35 og lagt var af stað áleiðis í Landeyjahöfn fimm mínútum síðar. Siglingin í Landeyjahöfn var tíðindalaus, en Þór lagðist að bryggju þar rétt rúmlega tíu þar sem sjúkrabíll beið sjúklings. Þór hélt svo aftur til Eyja, en þörf var á öðrum flutningi skömmu síðar.
Rétt upp úr hádegi kom önnur beiðni, í þetta sinn að sækja sjúkling í Landeyjahöfn og flytja til Eyja. Þór fór úr höfn í Vestmannaeyjum klukkan hálf eitt og kominn í Landeyjahöfn tuttugu mínútum síðar. Eftir stutta bið eftir sjúkrabílnum sem flutti sjúklinginn að Landeyjahöfn var sjúklingur fluttur um borð og haldið aftur til Eyja. Aðgerðum dagsins var lokið rétt fyrir klukkan tvö, þegar björgunarskipið hafði verið fyllt af eldsneyti og klárt í útkall við bryggju.
Þetta var í fyrsta sinn í ár sem Þór sinnir sjúkraflutningum frá og til Vestmannaeyja, en þó nokkrir flutningar áttu sér stað í fyrra.

Meðfylgjandi eru myndir frá aðgerðum dagsins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.