Vestmannaeyjabær þarf að rýma Ráðhúsið á næstu dögum vegna endurbóta. En að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja var ástand hússins skoðað og niðurstaða þeirrar skoðunar var sú að þörf er á gagngerum endurbótum á húsinu. Flyst öll starfsemin annað á meðan framkvæmdum stendur. ,,Ráðhúsið okkar hérna við Ráðhúströð var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt sem sjúkrahús árið 1927. �?ótt sannarlega hafi þar verið vel að verki staðið þá var byggingatækni og aðferðir þess tíma fjærri því sem gengur og gerist í dag,�?? sagði Elliði.
�??Helsta vandamálið er vegna rakaskemmda og á það bæði við um þak, grunn og flesta útveggi. Líklegt er að skipta þurfi um alla glugga, timburklæðningu í þaki, brjóta upp gólf í kjallara og ýmislegt fleira. �?egar um svo stóra framkvæmd er að ræða er ekki boðlegt að reyna að halda úti starfsemi í húsinu.�?? Starfsmenn bæjarins hafa upp á síðkastið verið að leita að heppilegu bráðabirgðarhúsnæði og segir Elliði að svo geti farið að félagsþjónustan fari í norðurhluta Rauðagerðis og stjórnsýslan fari inn á aðra hæðina í Landsbankahúsinu. Hvað nánári útlistun á ástandi hússins varðar þá hefur verið óskað eftir minnisblaði um það og er vonast til að liggi fyrir í næstu viku. Í kjölfarið mun Vestmannaeyjabær svo fara í útboð á framkvæmdinni. �??�?g reikna með því að við reynum að flytja í sumar og í raun má segja að flutningar séu hafnir því við erum að fara yfir tölvumál og ýmislegt fleira. �?tli það megi ekki búast við því að undirbúningur taki þrjár til fimm vikur og síðsumars flytjum við. �?etta er náttúrulega hundleiðinlegt og veldur röskun á högum bæði starfsmanna og þjónustuþega. �?að þýðir samt ekkert að væla yfir því og sem betur fer eru starfsmenn upp til hópa jákvæðir og taka því sem höndum ber með þjónustuþega í fyrirrúmi. Við bara brettum upp ermarnar og vindum okkur í þetta verk,�?? sagði Elliði.