�??Vegna veðurs frestum við �?rettándagleði ÍBV og Íslandsbanka þar til kl. 19:00 laugardaginn 9. janúar. �?essi ákvörðun er tekin þar sem veðrið á að vera betra á morgun laugardag.�?? segir í tlikynningu frá ÍBV.
Tónleikar Dúndurfrétta í kvöld
Í kjölfarið á frestuninni víxlast viðburðir í Höllinni. �??Vegna frestunar �?rettándans til morguns, munu tónleikar Dúndurfrétta verða í Höllinni í kvöld. Af þessum sökum mun Matti Matt mæta á svæðið með sínum félögum og því verður sveitin fullskipuð í kvöld,�?? segir í tilkynningu frá Höllinni. �??Forsala stendur yfir í Tvistinum og stendur þar til kl. 20 í kvöld. Verð í forsölu er kr. 3.500,- en kr. 4.500,- við hurðina. Einnig verður hægt að kaupa miða á bæði tónleikana og ballið hjá Kristínu �?sk á Eyverjagrímuballinu í dag.�??
Grímuball Eyverja í dag kl. 14
Hið árlega Grímuball Eyverja í Höllinni verður þá á sínum stað í dag kl. 14.00 til 15.30.
�?rettándadansleikur með hljómsveitinni Buff verður því annað kvöld. �??Buff er ein albesta ballhljómsveit landsins og verður væntanlega í feiknaformi annað kvöld í Höllinni. Forsala á ballið er í Tvistinum og er sama verð og síðastliðin 5 ár, kr. 2.500,- Við hvetjum alla til að ná sér í miða í forsölu og forðast þannig óþarfa biðröð við komuna í Höllina.�?? segir í tilkynningunni.
Semsagt Grímuball í dag, Dúndurfréttir í kvöld, �?rettándagleði og dansleikur á morgun. Góða skemmtun.