Á heimasíðu ÍBV er greint frá því að Þrettándanefndin hafi komið saman og lagt drög að næstu Þrettándahátíð. Eitt fyrsta verkið hafi verið að ákveða dagsetningu hátíðarhaldanna. Ákveðið var að færa Þrettándann til 8. janúar, sem er föstudagur en áætlað er að hátíðahöldin hefjist klukkan 19.00.