Þriðja ferð Herjólfs í dag, mánudag, fellur niður vegna ölduhæðar við Landeyjahöfn. Ölduhæð er nú um 4,2 metrar en skipið átti að sigla frá Eyjum 17:30 og frá Landeyjahöfn 19:00. Fella þurfti niður fyrstu tvær ferðir Herjólfs vegna óveðursins í morgun. Gefin verður út tilkynning klukkan 18:00 varðandi ferðina frá Eyjum 20:30 og frá Landeyjahöfn 21:30.