U-19 ára landslið karla hefur leik á HM í Króatíu í dag. ÍBV á þrjá frábæra fulltrúa í hópnum en það eru þeir Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson.
„Við erum afar stolt af okkar flottu fulltrúum og óskum þeim góðs gengis á mótinu!” segir í færslu á síðu handknattleiksdeildar ÍBV.
Fyrsti leikur hefst í dag á móti Tékkum klukkan 13:30 á íslenskum tíma. Hér er hlekkur á leik dagsins: https://www.youtube.com/watch?v=a3F00dS2auc
Handbolti.is verður einnig með textalýsingu og ítarlega umfjöllun um leiki liðsins næstu daga.
Ljósmynd: @hsi_iceland
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst