Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á síðasta fundi fjölskydu- og tómstundaráðs.
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór þar yfir þá þætti er varðar rekstur og uppbyggingu íþróttamála og þær ábendingar og hugmyndir sem hafa borist frá aðildarfélögum ÍBV-héraðssambands.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðsmenn geri sér grein fyrir því að taka þurfi afstöðu til margra þátta er varða viðhald og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sem og rekstur og styrkjamála tengt íþróttastarfsemi og heilsueflingu. Fyrir liggja samþykktir sveitarfélagsins fyrir ýmsum kostnaðarsömum framkvæmdum s.s. gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvöll og nýjum búningsklefum við Íþróttamiðstöðina. Ráðið mun taka málið aftur fyrir í haust.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst