Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við tíðar þyrluferðir yfir Heimaey síðastliðinn sólarhring. Nú síðast síðdegis í dag.
„Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til Eyja í gærkvöld til að annast sjúkraflug. Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á heimleið frá Vestmannaeyjum kom upp bilun í þyrlunni og í kjölfarið varð að kalla út aðra þyrlu, TF-EIR, til að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur,” segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Eyjafréttir.
Ásgeir segir að TF-GNA hafi verið í Vestmannaeyjum í nótt og fyrr í dag voru flugvirkjar sendir til Eyja til að annast viðgerð. „Bilunin reyndist smávægileg og því var áhöfnin flutt aftur til Vestmannaeyja síðdegis í dag með þyrlu .TF-GNA verður flogið aftur til Reykjavíkur seinna í dag,” segir hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst