Ísland iðar af ferðamönnum, allir helstu ferðamannastaðir eru komnir að þolmörkum og spurningar farnar að vakna um að takmarka komu ferðafólks til Íslands. �?etta var mitt áhyggjuefni síðastliðið sumar um Vestmannaeyjar, en ég held ég hafi engar áhyggjur núna því það sést lítið til þeirra á eyjunni okkar. Ef einhver túristi kemur í Eymundsson er klappað og hann spurður spjörunum úr hvaðan hann komi og hvernig hann fann okkur -Já hvernig fannstu okkur og hvernig komstu til okkar.
Staðan í byrjun sumars er ekki góð. Hvert verður siglt og hvenær er erfitt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr við sömu aðstæður og við. Allir sem vinna við ferðaþjónustu í eyjum eiga við sama vandamál að stríða. Búið er að fjárfesta fyrir mikla peninga og ráða inn starfsfólk en fáir koma til að njóta og erfitt er að standa við skuldbindingar.
Okkur var lofað bættum samgöngum og margir trúðu og treystu á það en raunin er önnur eins og allir vita.
�?g hef tekið á móti túristum í nokkur ár og leiðbeint þeim með hvað er mest áhugavert að gera þegar komið er til eyja. Alltaf koma sömu spurningarnar, hvar sjáum við Lunda og hvar er Eldfellið. Til að létta öllum lífið bæði heimamönnum og túristanum sé ég fyrir mér einblöðung sem er með Topp 10 staði til að skoða. �?á á ég við til dæmis Eldfell, Stórhöfða, öll söfnin okkar og sundlaugina. Á blaðinu þarf ekki að vera langur texti, bara helstu staðreyndir um viðkomandi stað .
Eftir reynslu mína af upplýsingamiðstöð fyrir Vestmannaeyjar undanfarin ár tel ég að einblöðungur með þessum upplýsingum ætti að duga flest öllum sem hingað koma. Orðið Uppl
ýsingamiðstöð er stundum ofmetið, við þurfum að hafa í huga að minna er oft betra en meira.