Þverbeygði úr viðskiptafræði í rafvirkjun

Hann ætlaði að verða viðskiptafræðingur, skráði sig í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á árinu 2007 þegar góðærisveislan á höfuðborgarsvæðinu stóð sem hæst og átti bara eftir að borga staðfestingargjaldið. Svo áttaði hann á sig á því að hugurinn stóð í raun til allt annars og svissaði yfir í rafvirkjun. Bankarnir hrundu, veislunni lauk með látum en þá var Rikki – Rikharð Bjarki Guðmundsson farinn úr partíinu og kominn á þá braut sem hann valdi sér og er í hæsta máta lukkulegur með.

„Þarna rétt fyrir efnahagshrunið vildu flestir verða lögfræðingar eða viðskiptafræðingar sem á annað borð veltu fyrir sér framhaldsnámi. Ég fékk snert af sömu veiki líka en braggaðist í tæka tíð!

Um sumarið var ég á sjó og hafði góðan tíma til að hugsa málið. Niðurstaðan varð sú að mig langaði í raun ekki til að læra viðskiptafræði, sú grein ætti einfaldlega ekki við mig. Í staðinn ákvað ég að velja frekar rafvirkjun. Því námi hef ég lokið og er núna í framhaldinu að taka meistaraáfangann í Rafiðnaðarskólanum í Reykjavík. Meistaraskólinn er á þriðja tug námskeiða sem standa yfir frá fimmtudegi til sunnudags fyrir sunnan og 26 einingar í bóklegu námi. Ég er kominn langleiðina í mark, á 7 helgarnámskeið eftir.“

Rafvirkja er þörf hvenær sem er sólarhringsins
Rikki er einn fjögurra rafvirkja í starfsmannahópi Hafnareyrar og var truflaður til spjalls eitt augnablik við störf sín í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Þar var eitt og annað sem þurfti að gera við eða dytta að í vinnsluhléi á makrílvertíðinni. Þannig er það og verður, hvort sem er að nóttu eða degi. Rafvirkja er þörf á öllum tímum sólarhrings eins og svo margra annarra fagmanna í ýmsum greinum samfélagsins.

„Suma dagana er eins og allt þurfi að gerast samtímis og verkefnalistinn er langur. Aðra daga er rólegra og þá getum við hugsað líka! Verkefnin skortir ekki og við rafvirkjarnir hjá Hafnareyri höfum nóg með að sinna starfsemi Vinnslustöðvarinnar á öllum sviðum, yfir meira komumst við í bili.

Rafvirkjunin á afar vel við mig, starfið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hef síður en svo séð eftir því að hafa tekið rafvirkjun fram yfir viðskiptafræði forðum.

Dagarnir eru fljótir að líða og alltaf nóg að gera á góðum vinnustað með góðu fólki. Það er ekki hægt að biðja um meira.“

Afabarn Sighvats Bjarnasonar
Rikki rafvirki er gegnheill Vestmannaeyingur að uppruna, meira að segja af Vinnslustöðvarættum. Afi hans var sjálfur Sighvatur Bjarnason, kunnur skipstjóri og aflakóngur sem þekktastur er samt fyrir að hafa verið framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar áratugum saman, allt frá 1959 og fram yfir Heimaeyjargosið.

Enn er í minnum haft að gosárið 1973 fluttu Sighvatur og eiginkonan Guðmunda í verbúðir Vinnslustöðvarinnar og bjuggu þar á meðan ósköpin gengu yfir.

Rikki er því sannarlega á réttum slóðum í tilverunni. Genin eru ekta.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.