Til styrktar Kristni Frey �?órssyni og dætrum hans eftir missi eiginkonu og móður
Kristinn Freyr �?órsson var grunlaus um að konan hans væri við dauðans dyr þegar hún var lögð inn á Landspítalann í ágúst en nokkrum dögum síðar var hún öll og tvær dætur þeirra móðurlausar. Styrktartónleikar haldnir á sunnudaginn.
�??�?g er sjómaður en hef verið frá vinnu utan heimilis síðan í febrúar. Dæturnar hafa þurft á mér að halda,” segir Kristinn Freyr �?órsson sjómaður sem missti konu sína, �?löfu Birnu Kristínardóttur, í byrjun september. Dæturnar, Kristín Helga og �?löf Erla, eru þriggja og eins árs.
�?löf Birna hafði hormónatengdan sjúkdóm sem fyrst varð vart þegar hún fór á pilluna, að sögn Kristin Freys. �??Hún fór seint til læknis og var þá komin með æxli í brjósti og nára en með réttum lyfjum var hún nær laus við þau árið 2010,” lýsir hann og heldur áfram: �??�?egar hún varð ólétt fyrst varð hún að hætta á lyfjunum og æxlin komu aftur, læknarnir lögðu ekki í að taka þau, enda voru þau til friðs. Á meðgöngu yngri dótturinnar seig á ógæfuhliðina, æxlin stækkuðu og fjölguðu sér og áformað var að nema þau burtu, barnið var tekið sjö vikum fyrir tímann en læknar töldu skurðaðgerð of áhættusama. �?á fóru að myndast sár í húðinni með sýkingum og blæðingum. Samt var �?löf ótrúlega kraftmikil og jákvæð. �?að bjóst enginn við að þetta færi svona.”
Bjartsýnin jókst í ágúst er læknarnir náðu að loka sárinu, að sögn Kristins Freys. �??Við skruppum þá á æskuslóðir �?lafar Birnu í Hrútafirðinum. 27. ágúst, daginn sem við komum til baka, hélt hún að hún væri með ælupest en konu frá Heimahlynningu leist ekki á blikuna og fór með hana upp á Kvennadeild. Daginn eftir var hún komin í öndunarvél og stuttu seinna var hún dáin. �?að var rosalegt áfall.”
Fram undan eru flutningar til Eyja hjá Kristni Frey og dætrum því þar er öll fjölskyldan hans. �??�?g reikna með að fara á sjóinn aftur,” segir hann. �??Ef það gengur ekki upp fer ég að læra eitthvað annað.”
Á sunnudaginn verða styrktartónleikar vegna þessarar litlu fjölskyldu í Guðríðarkirkju í Grafarholti, á vegum Kirkjukórs Lágafellssóknar. �?eir nefnast Jólaljós. Fjöldi mætra tónlistarmanna kemur þar fram og má nefna Ragga Bjarna, Bjarna Ara, Birgi Haraldsson rokkara og Kristínu R. Sigurðardóttur sópransöngkonu.
(Fréttablaðið greindi frá)

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.