Fyrir tveimur vikum auglýsti Siglingastofnun Íslands eftir tilboðum í byggingu farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn en tilboð í það verða opnuð 17. desember. Til fróðleiks má hér sjá teikningar af fyrirhuguðu húsi. Um er að ræða tveggja hæða steinsteypta byggingu með timburþaki. Neðri hæð er 186 m2 og efri hæðin er 77 m2 eða samtals 263 m2. Óupphitað anddyri er 50 m2 og tvö farangursrými um 45 m2 samtals.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst