Tilboði Terra tekið
25. september, 2024
Gamar Sorpa 2.jpg
Sorphirða og förgun var boðin út og bárust þrjú tilboð. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Sorphirða og förgun var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í gær. Þar var farið yfir punkta frá Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu sem er langt komin.

Einnig hefur sorphirða og förgun verið boðin út og bárust þrjú tilboð til bæjarins. Þau komu frá Íslenska gámafélaginu, Kubb og Terra. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að hagstæðasta tilboðinu, sem er frá Terra, verði tekið.

Fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs  að áhersla sé lögð á að framkvæmdinni við innleiðingu ljúki sem fyrst. Þá samþykkti bæjarráð samhljóða að taka tilboði Terra. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs var falið að ganga frá samningi við Terra um sorphirðu og förgun.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.