Tvö sýni til viðbótar hafa greinst jákvæð frá Vestmannaeyjum og eru staðfest smit á COVID-19 því orðin 59 talsins. Báðir aðilar voru þá þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Fjöldi þeirra sem settir hafa verið í sóttkví er 594 og 217 hafa lokið sóttkví. Þá er þremur batnað. Enn eru tafir á vinnslu hjá LSH og því er ekki hægt að rýna mikið í fjölda jákvæðra smita síðustu daga og draga af þeim ályktanir.
Upplýst er að ákvarðanir aðgerðastjórnar um hertar aðgerðir gilda að minnsta kosti fram yfir páska eða til og með 13. apríl nk. Í hertum aðgerðum felst samkomubann miðað við 10 manns, bann við aðgengi að íþróttamannvirkjum og líkamsræktarstöðvum, starfsemi þar sem er mikil nálægð og íþróttastarfsemi þar sem nálægð er minni en tveir metrar ofl. Íbúar eru beðnir um að halda sig eins mikið heima og mögulegt er og eru beðnir um að ferðast ekki upp á fasta landið nema nauðsyn krefji.
Næstu tvær vikur eru afar mikilvægar í baráttunni við útbreiðslu sjúkdómsins. Styðjum hvort annað og förum eftir þessum reglum, þær eru settar ykkur og okkur öllum til heilla.
Aðgerðastjórn



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.