Tíu einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn vill sem fyrr brýna alla íbúa í Vestmannaeyjum og alla gestkomandi að gæta sérlega vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Þetta á við um alla einstaklinga hvort sem þeir hafa fengið bólusetningu eða ekki.

Áfram er mikil útbreiðsla Covid-19 smita á landsvísu.  Í dag, föstudaginn 30. júlí, eru  tíu einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og fjórtán í sóttkví. Átta af þeim sem nú eru í einangrun voru í sóttkví við greiningu.

Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví fylgi reglum þar að lútandi í einu og öllu. Nálgast má reglurnar hér https://www.covid.is/flokkar/sottkvi.

Allir sem finna fyrir minnstu flensueinkennum eru hvattir til að fara rakleitt í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðu Heilsuveru.is, en einnig má hafa samband við heilsugæslu (432 2500). Mæting í skimun er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut.

Í undantekningartilfellum eru tekin sýni um helgar og frídaga, en það er metið í hverju tilviki fyrir sig. Í þeim tilfellum skal hafa samband við læknavaktina, 1700, sem vísar áfram á vaktlækni ef ástæða þykir til.

Hjálpumst að og förum varlega, virðum földatakmörk og gætum vel að okkur. Þannig getum við í sameiningu dregið úr smithættu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar.
Góða helgi.

 

Nýjustu fréttir

Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.