Töframaðurinn Einar Mikael sneri aftur til Vestmannaeyja á föstudaginn en þá hélt hann tvær sýningar í Höllinni í Vestmannaeyjum. Fullt var út úr dyrum á fyrri sýningunni, sem var fjölskyldusýning og var ekki að sjá annað en að börnin hafi skemmt sér konunglega. Með fréttinni fylgir stutt myndbrot úr fjölskyldusýningunni, þar sem Einar Mikael losaði sig úr spennitreyju, lét borð fljúga og fékk einn áhorfandann til að svífa. Sjón er sögu ríkari.