Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum
Eftir Gísla Stefánsson
9. desember, 2025
Gisli Stef Is
Gísli Stefánsson

Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um pólitík framan af kjörtímabilinu hefur sjaldnast snúist um bæjarmálin, frekar landsmálin og þá stöðu sem þar er uppi. Hins vegar eru fjölmörg málefni bæjarins sem má ræða frekar og hér vil ég reifa nokkur þeirra.

Atvinnulífið í heild sinni þarf sterkari málsvara

Ljóst er að nauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið hér í Eyjum. Núverandi ríkisstjórn sem mér þykir vera full sterkur málsvari hagsmuna stjórnkerfisins og tekjuöflunar þess, hefur verið að höggva af krafti í atvinnulífið með veiðigjöldum, hótunum um að loka einhverju ímynduðu ehf gati og stefna á að auka álögur á ferðaþjónustuna svo fátt eitt sé nefnt. Okkar hlutverk sem bæjarfulltrúar er að styðja við fyrirtækin hér og nýsköpun því þannig styðjum við best við fólkið í bænum sem starfar hjá þessum fyrirtækjum. Sterkt atvinnulíf er megin forsenda velferðarinnar. Við höfum sýnt það að við erum haukur í horni þegar horft er til þeirra uppbyggingar sem er núna í gangi en við þurfum að standa okkur betur í tryggja að fleiri geti byggt hér upp lítil og meðalstór fyrirtæki.

Heimgreiðslur og leikskólapláss

Það er alveg ljóst að mati okkar sem sitjum í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tekjutenging heimgreiðslna væri ekki góð lausn. Um er að ræða frekar tímabundið úrræði sem snýst um að gefa fólki val um að vera lengur heima með börn sín. Þegar meirihlutinn ákvað að hækka greiðslurnar um helming réttlættu þau það með því að tekjutengja úrræðið. Það var að mínu mati pólitískt stönt til að réttlæta mikla hækkun. Tekjutengingin á frekar við í úrræðum þar sem verið er að ráðstafa opinberu fé til lengri tíma.

Nú er komin upp sú staða að úrræðið nýtist of fáum vegna tekjutengingarinnar og hafa nokkrar mæður skrifað opið bréf til bæjarstjórnar til þess að skerpa á sinni hlið á málinu og óska úrbóta. Þessi staða var fyrirséð að okkar mati. Tekjutengingin skapar óþarfa óánægju og veikir hvata þeirra sem vilja ala upp börn sín hér.

Listaverkið á Eldfelli

Listaverkið sem aldrei verður? Göngustígur sem er landfræðilega ómögulegur? Er það ómögulegt að reikna út hvað eitt stykki bílastæði kann að kosta? Hver verður heildarkostnaðurinn við verkið og hve mikið fellur á bæjarsjóð? Þessum spurningum er ekki svarað. Kúlan er töff að mínu mati. Ég neita því ekki. Ég held að verkið og listamaðurinn muni draga aðra og annars konar ferðamenn til Vestmannaeyja. Það er allt gott og vel en það þarf að svara spurningunum.

Fjármagn til í fjárhagsáætlunum

Nú hefur það gerst ítrekað á undanförnum mánuðum að lítil verkefni sem ekki endilega hafi verið rædd í fjárhagsáætlunarvinnu undanfarina ára séu sett á dagskrá ráða, samþykkt og innleidd og það stutt með því að fjármagn sé til í gildandi fjárhagsáætlun vegna þeirra. Hér er ég ekki að gefa í skyn að einhverjum fyrirhuguðum fjárútlátum hafi verið haldið leyndum fyrir okkur bæjarfulltrúum. Hins vegar tel ég að einstaka liðir í áætlunum séu áætlaðir hærra en kann að vera þörf á eða ef að fjármagn nýtist ekki í tiltekin verkefni innan liðar sé þeir nýttir til annarra verkefna. Auðvitað kann það að vera réttlætanlegt í vissum tilfellum en það er hlutverk okkar sem erum í bæjarstjórn að tryggja að vel sé farið með útsvar bæjarbúa. Nú þegar er hafin vinna innan sviðanna fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins um að kanna möguleika á hagræðingu innan þeirra.

Framkvæmdir kynnar ráðum seint og illa

Undanfarið hefur einnig borið á því að framkvæmdir á vegum bæjarins hafa verið kynntar ráðsmönnum eftir að þær eru hafnar. Þar má nefna breytingar á afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar og framkvæmdir á Sóla. Nú er verið að setja upp hleðslustöðvar á Herjólfsbryggjuna sem hafa ekki enn verið kynntar formlega í framkvæmda- og hafnarráði.

Hér þurfa þeir sem stjórna, hvort sem þeir eru ráðnir til starfa eða pólitískt kjörnir að gæta þess að fara eftir þeirri tilkynningarskildu sem þeim ber að fylgja. Þar er hlutverk hins kjörna fulltrúa í meirihluta hvað mikilvægast en hann hefur eftirlitshlutverk með því hvernig hlutirnir eru unnir og ber því talsverða ábyrgð.

Húsnæðiskaup bæjarins

Mig langar að rifja upp þá myndarlegu vegferð hagræðingar innan stjórnsýslunnar sem var hafin fyrir árið 2018. Einn helsti liðurinn var að færa allar skrifstofur bæjarins á einn stað, á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Nýr meirihluti lagði þær hugmyndir til hliðar og innréttaði þá illa farið ráðhúsið á ný sem stjórnsýsluhúsnæði með gríðarlegum tilkostnaði. Einnig var gamla Íslandsbankahúsnæðið keypt undir fjölskyldu- og fræðslusvið bæjarins. Þetta kostaði mun meira en fyrri kosturinn og enn stendur þriðja hæðin ónotuð. Kannski vegna þess að einhver annar átti hugmyndina?

Hvernig ætli umræðan verði ef…?

Það er sannarlega rétt að stjórnvöld á hverjum tíma vilja halda lokinu á pottinum og ekki missa umræðuna í einhverja vitleysu. Umræðan í bænum er þó komin á það stig þessa dagana að ekki megi segja hvað sem er og jafnvel ekki segja hlutina eins og þeir eru. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Það færir okkur frá því lýðræði sem við höfum valið okkur og er engan vegin sjálfsagt.

Einstaka sinnum hefur þó frasinn „hvernig heldurðu að umræðan verði á Kvenfólk í eyjum?“ fengið að fljúga þegar bæjarmálin eru rædd innan veggja stjórnsýslunnar. Undirritaður hefur fengið að kynnast því hve kröftug umræðan getur orðið á þeim vettvangi. Samtalið á slíkum vettvangi er hinsvegar nauðsynlegur hlutur í samfélagi okkar. Svo er það okkar að nýta hann sem best okkur sjálfum til heilla.

 

Gísli Stefánsson

Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.