Töluvert sést af loðnu

Á mánudaginn héldu rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson af stað í loðnumælingarleiðangur. Þrjú loðnuskip taka einnig þátt í mælingunum, Jóna Eðvalds SF og Ásgrímur Halldórsson SF frá Skinney-Þinganes og Heimaey VE frá Ísfélagi Vestmannaeyja.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir leiðangurinn ganga vel. Töluvert hafi sést af loðnu, bæði út af Austurlandi og norður af norðausturlandi.

„Það er fullt af loðnu á þessum slóðum. Bara spurning hve mikið.“

Hornfirsku skipin Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds lentu fljótt í loðnu þegar siglt var til austurs frá Hornafirði og þurftu að lengja leiðarlínurnar sem gengið hafði verið út frá.

Þéttar torfur
„Þetta var stór loðna, líklegast eitthvað sem Árni hafði misst af í sinni könnun.“

Svo eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson að fara yfir þær slóðir norður af Langanesi þar sem vænta má að aðalgangan sé komin sem sást í könnunarleiðangri Árna í síðustu viku. Þar er líka töluvert af loðnu að sjá.

„Þeir hafa verið í loðnu þarna, þéttum torfum.“

Könnunarleiðangurinn var farinn til þess að gefa betri mynd af því hvar loðnuna væri að finna, en ákveðið var að fá þrjú loðnuskip til liðs við rannsóknarskipin til þess að ljúka mælingunni sem fyrst, helst áður en veður myndu versna nú í lok vikunnar.

Fylgjast má með framgangi leitarinnar á skipavef Hafrannsóknastofnunar: skip.hafro.is

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.